Auglýsing
Myndagallerí: Stella Stefánsdóttir níræð
Opna
Stella Stefánsdóttir níræð
Mynd 1 af 13 – Ljósm.: Skapti Hallgrímsson

Myndagallerí
Stella Stefánsdóttir níræð

Stella Stefánsdóttir á Akureyri hélt upp á 90 ára afmælið á veitingastaðnum Bryggjunn í dagi. Hún á fleiri afkomendur en nokkur annar núlifandi Íslendingar, alls 189 og von er á þeim 190. í nóvember.
Birtingardagur: Þriðjudaginn, 8. október 2013 Spila sjálfkrafa

Ellefu eiga yfir 100 afkomendur

Stellu var ákaft fagnað á afmælisdegi sínu í gær, þegar Kári Þorleifsson veislustjóri sagði ömmu ... stækka

Stellu var ákaft fagnað á afmælisdegi sínu í gær, þegar Kári Þorleifsson veislustjóri sagði ömmu sína ríkustu konu á Íslandi. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Morgunblaðið Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is

Á lífi í dag eru ellefu Íslendingar sem eiga fleiri en hundrað afkomendur. Þeir eru allir orðnir nokkuð rosknir, fæddir á árunum frá 1913 til 1924, og eiga flestir rétt rúmlega hundrað afkomendur. Tvær konur skera sig úr hópnum, önnur á 148 afkomendur og svo er það Stella Stefánsdóttir, sem sagt var frá í Morgunblaðinu í gær, sem á 189 afkomendur. Stella á fleiri afkomendur en nokkur annar lifandi Íslendingur.

Þórður Kristjánsson, verkefnastjóri Íslendingabókar, segir það alls ekki algengt að fólk eignist eins marga afkomendur og Stella, hún sé í mjög öruggu fyrsta sæti. Spurður hvort afkomendum fólks á lífi muni ekki fara fækkandi með minnkandi barneignum nútímafólks segir Þórður erfitt um það að spá.

Stella og Laufey Óladóttir sem gengur með 190. afkomanda Stellu. Dóttir Laufeyjar, Heba Dröfn, sem ...

Stella og Laufey Óladóttir sem gengur með 190. afkomanda Stellu. Dóttir Laufeyjar, Heba Dröfn, sem er að verða fimm ára, var 160. afkomandi Stellu. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Fólk verður líka eldra, lífslíkur fólks eru að aukast svo það vinnur á móti. Svo stórir barnahópar eins og þarna er eru orðnir sjaldgæfari og því gætu svo stórir afkomendahópar líka orðið sjaldgæfari. Þetta er samspil langlífi og frjósemi,“ segir Þórður. Íslendingabók tók saman upplýsingar um afkomendafjölda lifandi Íslendinga þegar þeir fréttu af Stellu til að fá staðfest að hún ætti þá flesta.

Stella Stefánsdóttir á Akureyri varð níræð í gær. Stella eignaðist 14 börn, það fyrsta þegar hún var 17 ára, á 52 barnabörn, 106 langömmubörn og 17 langalangaömmubörn. Afkomendurnir eru því 189 og er von á 190. afkomandanum í heiminn í nóvember.

Átti 263 afkomendur

Stella Stefánsdóttir á Íslandsmetið í afkomendafjölda af núlifandi fólki en sennilega hafa tuttugu aðrir átt fleiri afkomendur en hún við andlát samkvæmt upplýsingum frá Íslendingabók.

Ragnheiður Halldórsdóttir átti 263 afkomendur þegar hún dó árið 1962 og sú sem vitað er til að hafi átt flesta afkomendur við andlát, en hún lést 86 ára að aldri. Við hana er kennd svokölluð Bæjarætt. Ragnheiður eignaðist fjórtán börn og komust þau öll á legg nema eitt.

Um tuttugu aðrir hafa náð því að eiga um 200 til 260 afkomendur við andlát. Samkvæmt vefnum Langlífi átti Lína Dalrós Gísladóttir 240 afkomendur þegar hún lést árið 1997, 93 ára. Þegar María Rögnvaldsdóttir lést árið 1989, 98 ára, voru afkomendurnir orðnir um 200.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Lesa blaðið hér
Ekki með áskrift?
Skoða áskriftarleiðir
  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Innlent »

Íslendingur með í hópnum

Hafís við Norðurpólinn.
09:07 Steingrímur Jónsson prófessor við auðlindadeild Háskólans á Akureyri og sérfræðingur við Hafrannsóknastofnun verður fulltrúi íslenskra vísindamanna á norðurpólnum þegar siglt verður með ólympíueldinn þangað. Meira »

Af 13 ratsjármönnum eru aðeins tveir eftir

Ólafur hefur starfað sem ratsjármaður í 22 ár.
08:59 Ólafur Björn Sveinsson hefur starfað sem ratsjármaður á Bakkafirði í 22 ár. Á þeim tíma hefur ratsjármönnum fækkað ört, en einungis starfa um átta slíkir á þeim fjórum stöðvum sem í notkun eru á landinu. Meira »

Skafrenningur á Möðrudalsöræfum

08:38 Hálka og hálkublettir eru á flestum fjallvegum landsins og einnig víða á láglendi. Skafrenningur er á Möðrudalsöræfum og flughálka er á Hellisheiði eystri. Meira »

Alvarlegt vinnuslys í Kópavogi

08:31 Karlmaður slasaðist alvarlega á hendi eftir að hafa fest höndina í marningsvél í fiskvinnslu í Kópavogi í morgun.  Meira »

Dýrkeypt mistök eftir hrun hafi skapað þjóðarvá

07:49 Hefði ríkið haldið eignarhlut sínum í Arion banka og Íslandsbanka í stað þess að láta þá í hendur erlendra kröfuhafa hefði sá hagnaður sem þar hefur myndast farið langt með að vega á móti beinu tapi ríkisins af efnahagshruninu. Meira »

Meðalvigtin minni víðast hvar

Dilkarnir hjá sláturhúsi Norðlenska á Húsavík eru væn
06:34 Sauðfjárslátrun stendur nú sem hæst og er ljóst að fallþungi dilka víðast hvar er minni í ár en í fyrra.   Meira »

Ellefu eiga yfir 100 afkomendur myndasyrpa

Stellu var ákaft fagnað á afmælisdegi sínu í gær, þegar Kári Þorleifsson veislustjóri sagði ömmu ...
08:06 Á lífi í dag eru ellefu Íslendingar sem eiga fleiri en hundrað afkomendur. Þeir eru allir orðnir nokkuð rosknir, fæddir á árunum frá 1913 til 1924, og eiga flestir rétt rúmlega hundrað afkomendur. Meira »

Þrautseigja einkennir bæjarbúa

Freydís Guðmundsdóttir
06:44 Þau Indriði Þóroddsson og Freydís Guðmundsdóttir þekkja samfélagið á Bakkafirði betur en flestir. Hafa þau bæði búið þar í áratugi og segja að þrautseigja einkenni bæjarbúa sem hafi mátt þola aflabrest og fólksfækkun. Meira »

Flugvirkjunum vísað úr landi

Ein af flutningaflugvélum Air Atlanta.
06:15 Flugvirkjunum þremur sem voru handteknir í Sádi-Arabíu í september grunaðir um ölvun hefur verið vísað úr landi.  Meira »

Frost fyrir norðan og austan

Varað var við hálku víða um land í gærkvöldi
06:07 Fjarðarheiði var lokað í gærkvöldi vegna mikillar hálku og þurfti að aðstoða nokkrar rútur með ferðamenn niður af heiðinni. Ekki liggur fyrir hvort heiðin er fær núna en lítilsháttar frost er víða fyrir norðan og austan. Ísing er á vegum á Suðurlandi og hálka er á Ísafirði. Meira »

6 í fangageymslu

05:58 Sex gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Kemur fram í upplýsingum frá lögreglu að fyrir því séu ýmsar ástæður. Meira »

Alvarlegt en „slapp fyrir horn“

Landspítalinn.
05:30 „Þetta slapp fyrir horn en ástandið hefði geta orðið mjög erfitt ef við hefðum fengið inn alvarlega slasaða sjúklinga á þessum nokkrum klukkutímum á meðan bæði tækin voru biluð,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. Meira »

Uppfylla ekki þörfina

05:30 Ástandið í byggingariðnaði er að batna og ýmis jákvæð teikn á lofti. Mikið munar um byggingu nýrra hótela og gistiheimila í Reykjavík en þótt ýmislegt sé að gerast er enn of lítið byggt af íbúðum á höfuðborgarsvæðinu, að mati Friðriks Á. Ólafssonar, forstöðumanns byggingarsviðs Samtaka iðnaðarins. Meira »

Mjöli frá Þórshöfn skipað út á Raufarhöfn

Mjölinu skipað út á Raufarhöfn.
05:30 Það þykja tíðindi nú orðið á Raufarhöfn þegar stór flutningaskip eins og Feed Stavanger koma inn á höfnina til að sækja afurðir. Meira »

Vilja fá broskallinn til Íslands

Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar.
Í gær, 23:41 Þingflokkur Bjartar framtíðar hefur lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra verði falið að undirbúa gerð lagafrumvarps í samráði við heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna þess efnis að gæðamerkið „broskallinn“ verði tekið upp hjá fyrirtækjum hér á landi sem selja matvæli. Meira »

Náðu ekki saman um viðræðuáætlun

Samningar vegna fiskimjölsverksmiðja á Austurlandi og í Vestmannaeyjum eru undanskildir viðræðuáætlun.
05:30 Starfsgreinasambandið (SGS) og Samtök atvinnulífsins náðu ekki samkomulagi um viðræðuáætlun vegna komandi kjarasamninga og kom málið því til kasta Ríkissáttasemjara, sem þurfti gefa út viðræðuáætlun fyrir samtökin. Meira »

Vantar geðdeild aldraðra

Geðdeild Landspítalans við Hringbraut.
05:30 Mikil þörf er á öldrunargeðdeild fyrir eldra fólk með geðræna sjúkdóma en öldrunargeðlæknarnir fóru af landi brott í hruninu. Meira »

Fjarðarheiði hefur verið lokað

Úr myndasafni.
Í gær, 23:29 Fjarðarheiði er lokuð samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en eins og mbl.is greindi frá í kvöld vinna björgunarsveitarmenn að því að koma hundruðum erlendra ferðamanna ofan af heiðinni þar sem þeir voru á fjórum rútum. Meira »
Toyota Carina E 2.0 árgerð 1995
Til sölu gott eintak af Toyota Carina E 2.0 árgerð 1995. Beinskiptur með 2 lítra...
Landcruser VX.
Til sölu Toyota Landcruser 120 VX. disel árg. 2006 ekinn 135000 km. 8 manna, ljó...
Tilboð á VW Passat 98
Bíllinn er skoðaður 2014 og er í fínu ástandi, keyrður 219Þ.km, beinskiptur og b...
DODGE DURANGO LIMITED 5,7 L HEMI
Dodge Durango Limited 5,7 L Hemi. 5/2005, ekinn 143 þús km. 7 manna...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naud...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður óskast V...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Framhald uppboðs á...
Matís
Sérfræðistörf
Öflugur rannsóknamaður... Matís óskar...